Byrjaðu á því að smella á Innhólf (e. Inbox) til að opna skilaboðaskjóðuna í Canvas. Hér eru öll skilaboð sem þú sendir og færð send í kennslukerfinu.


Til þess að búa til ný skilaboð, smelltu á  táknið.


Smelltu næst á Velja námskeið (e. Select course). Hér er hægt að velja námskeið sem þú hefur sett í uppháld (1), önnur námskeið (2) og hópar (3).


Þegar eitt af þessu er valið, kemur listi yfir námskeið eða hópa sem þú hefur aðgang að.


Þegar námskeið hefur verið valið þarf að ákveða hvort eigi að senda á alla í námskeiðinu, kennara eða nemendur. Þegar kennarar eða nemendur er valið kemur annar gluggi sem hægt er að velja kennara/nemendur sem eiga að fá skilaboðin.


Veldu þá sem eiga að fá skilaboðin, gefðu skilaboðinu nafn og skrifaðu í gluggan hvað þú ætlar að senda. Hægt er að senda skilaboð sem hópskilaboð eða einstaklings. Til að senda einstaklings skilaboð á marga aðila þarf að haka við Send an individual message to each recipient. 

Til að senda viðhengi, t.d. skjal, smelltu þá á  táknið og veldu skjalið sem á a senda með. Ef þú vilt senda upptöku, smelltu á  táknið og veldu upptökuna sem á að senda með. Smelltu síðan á Senda (e. Send) til að senda skilaboðin.