Fyrsta skref

Fyrst þurfum við að byrja á því að ræsa LockDown browser, en áður en það er gert er best að vista allt og loka öllum opnum gluggum.

Hliðarskref 1

Mögulega hefur öllum gluggum ekki verið og segir LockDown ef eitthvað er opið í bakgrunni sem hann vill loka. Ef allt er vistað þá er einfaldast að smella bara á Yes.

Hliðarskref 2

Núna opnast gluggi þar sem þú þarft að velja Moodle. 

Smelltu síðan á OK.

Annað skref

Núna ætti að koma upp innskráningarsíða Moodle. Þá er bara að skrá sig inn og fara á námskeiðsíðuna þar sem prófið er.

Takið eftir að uppi á verkfæraslá kemur af reiknivél eða öðrum tólum sem eru leyfileg.


Þriðja skref

Þegar þú ert komin(n) á námsskeiðsíðuna og búin(n) að smella á prófið þá ættirðu að sjá hnapp sem segir "Taka próf núna" ef allt er eðlilegt.

Fjórða skref

Þegar búið er að klára prófið þá er einfaldlega að smella á "x" uppí hægra horninu til að slökkva á LockDown Browser.