Byrjið á því að skrá ykkur inn í kerfið.

Stilla tungumál

  1. Veljið Settings (Stillingar) og Preferences (Kostir)


  2. Veljið Íslensku í valmöguleikunum tveimur undir Tungumál/Languages og smellið svo á Apply (eða Nota) ofarlega hægra megin.


 

Setja Vinnustund og fleiri flýtileiðir á upphafssíðuna

  1. Veljið Favorites, á Ísl. Eftirlæti  
  2. Sláið inn textann Vinnustund í gluggann Aðgerð og smellið á Hefja þá ætti að birtast listi fyrir neðan, þar þarf að setja hak við „VinnuStund“ og smella svo á Bæta við Eftirlæti fyrir ofan listann og svo Nota (Apply) uppi  hægra megin (á ensku er heiti Vinnustundar „WorkHour“)


Til upplýsinga

Mismunandi slóðir inn í Orra og virkni þeirra:

Hægt er að komast í Orra á nokkra vegu, þ.e. mismunandi slóðir í vafra virka á eftirfarandi hátt:

  1. heima.orri.is gerir notendum kleift að nota Vinnustund hvar sem er, t.d. heima. Einnig geta stjórnendur samþykkt skráningar starfsmanna í Vinnustund og rafræna reikninga í þessu viðmóti.
  2. oebs.orri.is gerir notendum kleift að nota öll kerfi Orra. Tengjast þarf á vinnustað í tölvu sem tengd er með netsnúru. Með þessari slóð komast notendur inn í Ferðabeiðnakerfi Orra ásamt öðrum kerfum svo sem Vinnustund.
  3. askur.orri.is er slóð beint inn á fjárhagsskýrslur, ekki önnur kerfi Orra og ekki í Vinnustund. Stjórnendur hafa aðgang að Aski.