<iframe src="https://akureyri.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Embed.aspx?id=dec89425-fad5-406c-9309-aa0100c57194&v=1" width="720" height="405" style="padding: 0px; border: 1px solid #464646;" frameborder="0" allowfullscreen allow="autoplay"></iframe>


Nemendur velja hópinn sem þau vilja vera í og kerfið sér um að setja þau í réttan hóp. Hægt er að nota hópavalið líka fyrir tímabókanir og t.d. velja viðfangsefni. Hér er myndband sem sýnir hvernig við notum hópaval í moodle.

Byrjum á því að smella á Stillingar og fara í ritunarham.


Smelltu á Nýtt viðfangsefni eða aðföng.


Veldu Group choice og smelltu á Nýtt.


Gefðu viðfanginu nafn og lýsingu (ef þess er þörf), mundu að smella á Birta lýsingu á síðu áfangans ef hún á að sjást á Moodle síðunni.


Undir Ýmsar stillingar þá er gott að velja undir Allow choice to be updated. Ef það skildi gerast að nemandi skrái sig í vitlausan hóp, þá getur hann breytt því sjálfur.

Til þess að virkja fjölda takmörkun á hópi, þá þarf að velja Virkja í Limit the number of responses allowed. Næst ferðu í General limitation og velur hversu margir eiga að vera í hópnum.


Hér er valið annað hvort klasi eða hópana sem nemendur geta valið sig í. Smelltu á Add Grouping til að velja hópa eða klasa sem hefur verið búið til.


Smelltu síðan á Vista og fara aftur í námskeið.Nú þegar nemendur smella á viðhengið, þá geta þeir valið sig saman í hópa.