Smellið á örina við hliðin á Notendur, til að fá fleiri valmöguleika, og síðan á Hópar.

Til að velja/bæta eða fjarlægja notendur í hópi, þá þarf fyrst að velja tiltekinn hóp og smella síðan á Bæta við/fjarlægja notendur.


Hér hefur verið valinn Hópur 1. Undir Meðlimir hóps sést hverjir eru í hópnum, til hliðar er hægt að sjá Tiltæka meðlimi, sem hægt er að bæta við í hópinn. Ef námskeið er með marga nemendur, þá þarf að leita að þeim aðila sem á að bæta við í hópinn.


Um leið og ritað er nafn nemenda, eða nemenda nr. hans, þá kemur hann upp í glugganum Tiltækir meðlimir. Smelltu á nafn nemenda til að velja hann, haltu ctrl takkanum inni til að velja marga meðlimi á sama tíma. Smelltu á Nýtt til að færa nemendur yfir í Hóp 1.


Smelltu á Aftur í hópa til að fara til baka og bæta við meðlimum í næstu hópa.


Endurtaktu ferlið þar til búið er að velja í alla hópana.