Byrjum á því að fara í stillingar og smella á Flytja inn.
Ritaðu nafnið á námskeiðinu, eða númer, og smelltu á Leita.
Veldu námskeiði, sem á að flytja gögn úr, með því að haka í hringinn.
Hakaðu í þau Viðföng sem á að flytja inn í nýja námskeiðið.
Veldu þau atriði sem á að færa yfir í nýja námskeiðið, með því að haka í kassann.
Renndu yfir það sem var valið.
Smelltu á Flytja inn til að færa efnið inn í nýja námskeiðið.