Skip to end of metadata
Go to start of metadata

1. Innskráning

Tvær mismunandi leiðir

  1. Opnaðu PebblePad (PP) með því  smella á tengilinn til vinstri á upphafssíðu þjónustunámskeiðsins í Canvas

  2. Slóð inn á PebblePad (PP): https://v3.pebblepad.co.uk/login/unak

Ath. Sama notendanafn og lykilorð eins og í Uglu og önnur kerfi HA

2. Eyðublöð

Til að ná í eyðublað, smelltu á Resources. Þar má finna lista yfir eyðublöð.


Veldu viðeigandi eyðublað.  Þar sem stendur Auto-Submit er nóg að vista skjalið, þar með fer skjalið á réttan stað í PebblePad.


3. Markmiðsblöð

Til að geta vistað þarftu að samþykkja skilmálana​. Athugaðu að eitt markmið er skráð á eitt eyðublað -> tvö markmið – tvö markmiðsblöð.

  • Þegar eyðublaðið er vistað er því deilt sjálfkrafa (Auto-Submit) inn í skilgreindan hóp (set) í PebblePad
  • Hver hópur samanstendur af nemendum í sama leiðsagnarhópi, leiðbeinendum þeirra og  leiðsagnarkennara
  • Leiðbeinendur og leiðsagnarkennari hafa þar með aðgengi að gögnum nemenda í hópnum á meðan á vettvangsnámi stendur


Fylltu eyðublaðið út samkvæmt leiðbeiningum​, skráðu inn nafn og umbeðnar upplýsingar í efsta reitinn​ og vistar skjalið.

  • Þú for-vinnur markmiðin í vikunni áður en vettvangsnám hefst 
  • Leiðbeinandinn hefur aðgengi að markmiðsblaðinu þegar það hefur verið vistað og getur því skoðað það áður en þú mætir á staðinn
  • Þú fullvinnur markmiðin í samráði við leiðbeinanda fyrir lok fyrstu viku á vettvangsnámsstaðLeiðbeinandi samþykkir námsmarkmið þín með undirskrift sinni fyrir lok fyrstu viku á vettvangsnámsstað​. Ef gera á breytingar á markmiði skal það gert í samráði við leiðbeinanda og kvittað undir á nýjan leik.


Í stöðu- og lokamati eru námsmarkmiðin rædd

  • Leiðbeinandi merkir við á markmiðskvarðanum
  • Leiðbeinandinn verður að vera inni á sínum aðgangi til að geta merkt við á markmiðs-kvarðanumÍ kjölfar lokamats kvittar leiðbeinandi undir​.

Athugið að við það læsist skjalið

4. Workspace

Til að ná í eyðublöðin sem er búið að vista þarf að smella á bláa hnöttinn (Atlas).


Veldu viðeigandi Workspace – það þjónustunámsskeið sem þú ert í​. Þar undir finnur þú eyðublöðin þín.