Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Opnaðu prófið sem á að fara yfir.


Smelltu næst á SpeedGrader.


Nú þegar Speedgrader er opinn, smelltu á tannhjólið (1) og veldu valmöguleikar (2).


Hakaðu við Grade by question og smelltu á Vista stillingar (e. Save settings).


Nú er búið að virkja yfirferð með eina spuringu í einu, Canvas birti lista með allar spurningar sem settar voru fyrir í prófinu efst á glugganum.

Reitirnir með númerum sem birtast gráir (1) skilgreina þær spurningar sem búið er að fara yfir, þetta eru spurningar eru krossa spurningar, satt eða ósatt og aðrar spurningar þar sem kennarinn getur skilgreint rétt svar og látið Canvas sjá um yfirferð.

Reitir sem eru hvítir með bláum stöfum (2) skilgreina þær spurningar sem þarf að fara yfir. Canvas sýnir einnig rauða viðvörun við þeim spurningum sem þarf að gefa handvirkt einkunn (3).

Þær spurningar sem þarf að fara handvirkt yfir verða gráar þegar að búið er að gefa þeim einkunn.


Ef fjöldi spurninga á prófinu eru fleiri en dálkurin að ofan sýnir er hægt að nota örina til þess að sjá næstu spurningar.

Einnig er hægt að skruna niður á síðunni til þess að sjá þær spurningar sem birtast ekki á val glugganum að ofan.

ATH: Dálkarnir sem sýna spurningarnar að ofan eru sniðnar að stærð guggans á síðuni þannig að með því að mínka skjámynd vafrans geturu einnig sýnt fleiri spurningar.


Til þess að sjá ákveðna spurningu þarf að smella númer spurningar efst á síðunni (1). Ef það þarf að fara handvirkt yfir spurninguna er einnig hægt að smella á spurninguna sem birtist í rauða dálkinum.


Þegar verið er að fara yfir spurningarnar mun blár litur birtast utanum þá spurningu sem verið er að fara yfir.


Til þess að gefa einkun  eða breyta einkun á spurningu þarf að skrá inn þau stig sem á að veita á stigasvæðið (e. Point field) (1) og síðan smella á uppfæra (e. Update) (2).


Til þess að skipta yfir á næsta nemanda með sömu spurningu skal smella á örina hliðina á nafni nemandans (1). Eða smella á örina beint hliðina á nafni nemanda til þess að vela ákveðin nemanda til að fara yfir spurninguna hjá (2). Þá sýnir gluggin sömu spurningu fyrir næsta nemanda.