Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Þegar búið er að slökkva á upptöku í fundi þá líður smástund þar til þú færð tölvupóst frá Zoom. Í tölvupóstinum er hlekkur að upptöku fyrir fundinn. Smelltu á efri hlekkinn, sem er aðeins fyrir eiganda fundar (e. For host only).


Hlekkurinn mun leiða þig inn á svæðið þitt á heimasíðu Zoom.


Hægt er að hlaða niður upptöku af fundinum með því að:

  • Hlaða niður öllum útgáfum af upptökum af fundinum (e. Download, 3 files)
  • Afrita hlekk að fundinum (e. Copy shareable link)
  • Eyða upptökunni (með því að smella á ruslafötuna)

Til að velja eina útgáfu af fundinum til að hlaða niður, þá þarf að smella á (e. Download) við þá útgáfu sem þú vilt ná í:

  • Upptakan sýnir aðeins mynd af þeim sem er að tala (e. Speaker view)
  • Upptakan sýnir mynd af öllum sem eru á fundinum (e. Gallery view)
  • Hljóðskrá, engin mynd (e. Audio only)
  • Textaskrá frá fundum. Þessi eiginleiki virkar ekki fyrir íslensku (e. Audio transcript)


Þegar smellt er á  þá hleðst upptakan niður í tölvuna.