Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Opnaðu námskeiðið og smelltu á Fólk (e. People).


Smelltu næst á +Hópasett (e. +Group set)


Gefðu settinu heiti. Ef nemendur eiga að raða sér sjálf niður í hópa þá þarf að haka í Heimila sjálfskráningu (e. Self sign-up). Fylltu út hversu marga hópa á að búa til (e. Create groups now) og hvað margir eiga að vera í hópnum (e. Limit groups to members). Hægt er láta Canvas velja hópstjóra í hópaverkefninu (e. Group leader), ef þetta er valið getur aðeins hópstjóri skilað inn verkefninu. 


Ef þú ætlar að búa til hópana handvirkt, þá þarf að haka við Ég stofna hópa handvirkt (e. I'll create groups manually). 


Þegar hópasettið er tilbúið, smelltu næst á +Hópur (e. +Group) í hópasettinu. Gefðu hópnum nafn og skilgreindu hversu margir eiga að vera í hópnum.


Til að raða nemendum niður í hóp, færðu músina yfir nafn nemenda og dragðu hann yfir í hópinn.