Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Mismunandi er eftir viðfangsefnum Moodle hvernig þau skila sér við flutning í Canvas. Þau viðfangsefni sem mest eru notuð t.d. verkefni, umræður og próf skila sér í Canvas og virka að mestu leyti á sambærilegan hátt og í Moodle. Sum viðfangsefni þarf að laga, breyta eða setja upp á nýjan leik. Í einhverjum tilfellum er ekki mögulegt að flytja viðfangsefni í Canvas en oftast eru leiðir í Canvas til að búa til svipaða hluti. Námsgögn og viðfangsefni skila sér í sömu röð inn í námshluta á námskeiðssíðu í Canvas. Umsjónarkennari þarf að uppfæra alla skilafresti og tímasetningar á verkefnum/prófum sem flutt eru frá Moodle yfir í Canvas.


Moodle-námskeiðið mitt í Canvas

Í Canvas eignast námskeiðs forsíðu sem hönnuð er af KHA. Allt efnið sem var á Moodle námskeiðinu raðast upp undir námsefni á sama hátt og áður. Námskeið úr Moodle geta þó í sumum tilfellum litið út fyrir að vera svolítið ruglingsleg eftir flutninginn. Þetta á sérstaklega við um námskeið þar sem efni s.s. texti og myndir var birt á forsíðu námskeiðsins í Moodle (með snepli). Ástæðan er sú að Canvas leyfir einungis tengla í efni og fyrirsagnir á forsíðunni. Ráðin sem Canvas grípur til:

 • Myndir sem voru á námskeiðssíðunni í Moodle – Canvas býr til síðu, setur myndina á hana og birtir tengil á síðuna þar sem myndin var áður.
 • Stuttur texti sem var á námskeiðssíðunni í Moodle (37 orð eða færri) – Canvas býr til fyrirsögn úr textanum og birtir hann á sama stað.
 • Lengri texti sem var á forsíðu námskeiðs í Moodle – Canvas býr til síðu, setur textann á hana og birtir tengil á síðuna þar sem textinn var áður.

Sama, svipuð virkni

Möppur og skrár

Möppur og skrár flytjast inn í Canvas sem síður og skrár. Í stað möppu á námskeiðssíðu í Moodle kemur síða á sama stað í Canvas. Á síðunni eru tenglar í skrárnar sem voru í möppunni. Ef undirmöppur voru í möppunni kemur heiti möppu fram fremst í tenglinum á skrána. Skrárnar sjálfar setur Canvas í skráarsafn námskeiðsins í stafrófsröð. Undirmöppur úr Moodle flytjast sem möppur í skráarsafn námskeiðs með þeim skrám sem þær innihéldu.

Síður

Síður úr Moodle verða síður í Canvas og tenglar á þær og koma fram á námskeiðssíðu á réttum stað.

Allar síður eru geymdar í síðusafni námskeiðs í stafrófsröð (Síður í leiðartré námskeiðs). Þar koma einnig fram síður sem Canvas býr sjálfvirkt til við flutning á Moodle bókum, sneplum og möppum.

Vefslóðir

Vefslóð kemur inn í Canvas sem hlekkur á námsskeiðssíðunni líkt og í Moodle.

Sjálfvalda stillingin í Canvas, fyrir slóð er að birta efnið innfellt í Canvas, óháð stillingum slóðar í Moodle. Eftir flutning er hægt að breyta stillingunni og láta síðu opnast t.d. í nýjum glugga.

Skilaverkefni

Skilaverkefni úr Moodle koma fram sem verkefni í Canvas. Lýsing verkefnis og stilling um hvort nemandi á að skila skrá eða skrifa beint inn í kerfi fylgir með.

Í Canvas eru verkefni sett í verkefnahópa eða flokka (assignment group). Canvas býr til verkefnahópinn „Imported assignments“ undir skilaverkefni. Einfalt er að breyta heiti eftir á.

Stillingar vegna hópverkefna, Turnitin og einkunnarammar (rúbrikkur) fylgja ekki með í Canvas og þarf því að velja/búa til upp á nýtt.

Umræður

Umræður koma eðlilega inn í Canvas. Ef umræða var stillt á einkunnagjöf í Moodle skilar hún sér þannig í Canvas.

SOS umræða úr Moodle þar sem nemandi þarf að skrá innlegg áður en hann sér innlegg annarra kemur fram í Canvas með sömu virkni.

Hópar úr Moodle, stillingar umræðu vegna hópa og stillingar vegna jafningjamats fylgja ekki með við flutning og þarf því að virkja í Canvas.

Panopto

Panopto er tengt við Canvas og mun virka á sambærilegan hátt og í Moodle.

Fyrri upptökur verður hægt að tengja við/setja inn á námskeið.

Panopto upptökur fylgja einungis með í flutningi ef upptaka var felld inn í síðu (embeded). Ef upptökur námskeiðs komu einungis fram í Panopto blokkinni í Moodle fylgja þær ekki með öðru námskeiðsefni í Canvas

Questionnaire

Questionnaire könnun kemur í Canvas sem próf (quiz) sett upp án einkunnar. Einhverjar spurningagerðir geta komið í Canvas uppsettar á annan hátt en áður. Nauðsynlegt er að fara yfir könnun áður en hún er lögð fyrir.

Valkostur (Choice)

Valkostur kemur í Canvas sem próf (quiz), uppsett án einkunnar.

Zoom

Tenging Zoom við Canvas virkar eins og við Moodle.

Krefst vinnu

Forsíða námskeiðs, námshlutar/vikur

Námskeið úr Moodle eignast forsíðu í Canvas, kennarar geta bætt við efni á forsíðu. Námshlutar og vikur úr Moodle verða að námshlutum í Canvas og raðast rétt upp. Í flestum tilfellum skila titlar námshluta sér í Canvas. Verkefni, próf, námsefni og annað raðast rétt inn í námshlutana.

Vikuuppsetning
Dagsetningar vikna fylgja ekki með við flutning og þarf að setja inn handvirkt. Í Canvas er ekki hægt að láta dagsetningar vikna koma sjálfvirkt inn á námskeiðssíðu út frá byrjunardegi námskeiðs.

Sneplar
Canvas leyfir eingöngu fyrirsagnir og tengla í efni á forsíðu námskeiðs. Efni sem var birt beint á námskeiðssíðu í Moodle með snepli s.s. texti og myndir, breytist því við flutning.

 • Mynd sem var á námskeiðssíðunni í Moodle – Canvas býr til síðu, setur myndina á hana og birtir tengil á síðuna þar sem myndin var áður.
 • Stuttur texti sem var á námskeiðssíðunni í Moodle (37 orð eða færri) – Canvas býr til titil úr textanum og birtir hann á námskeiðssíðunni.
 • Lengri texti sem var á forsíðu námskeiðs í Moodle – Canvas býr til síðu, setur textann á hana og birtir tengil á síðuna þar sem textinn var áður.

Námskeiðsáætlun

Í Canvas er námskeiðsáætlun (syllabus) staðsett í leiðartré námskeiðs. Hægt er að nálgast form fyrir námskeiðsáætlun í Templet í Word. Mögulegt er að fella skjalið inn í (embed) eða skrá upplýsingarnar í ritilinn. Allar dagsetningar verkefna koma sjálfkrafa neðst á síðunni þegar búið er að stilla þær.

Bók

Hver kafli bókar verður að síðu í Canvas. Síður bókar raðast saman inn í námshluta (module). Síðurnar koma einnig fram í síðusafni námskeiðs í stafrófsröð, inn á milli annarra síðna sem þar kunna að vera.

Tillögur til úrbóta
Eftir því sem hentar er hægt að velja aðra af eftirfarandi leiðum:

 • Sameina efni bókar og setja á eina síðu (eða færri síður).
 • Gefa síðum bókar sérstakan námshluta, með viðeigandi titli, og hafa þar ekkert annað efni. Þegar notandi opnar síðu í bókinni getur hann kallað fram næstu/fyrri síðu með hnöppunum Næsti/Fyrri neðst á síðunni.

Próf

Flest próf koma eðlilega inn í Canvas. Kennarar eru þó hvattir til að forskoða ávallt próf og kanna uppsetningu þess og virkni áður en það er lagt fyrir nemendur. Próf koma bæði fram í námshluta (module) og undir prófi í leiðartré námskeiðs (eldra prófakerfi). Röðun spurninga í prófi getur breyst við flutninginn. Mikilvægt er að hafa í huga að nauðsynlegt er að fara yfir allar stillingar í prófum. Einnig er mismunandi eftir gerð spurninga hvort þær fylgja með í Canvas eða ekki (sjá nánar um spurningagerðir).

Spurningabanki

Spurningabanki námskeiðs fylgir með í flutningi og algengustu spurningagerðir: Fjölvals, ritgerðar, rétt/rangt, pörun og stutt svar spurningar. Hluta af spurningagerðum úr Moodle er ekki mögulegt að flytja í Canvas. Spurningagerðir sem ekki flytjast á milli kerfanna er þó flestar hægt að búa til inn í Canvas með þeim spurningagerðum sem þar eru í boði.

Spurningaflokkar

Í Canvas er hægt að skipta spurningum upp í flokka en ekki er boðið upp á undirflokka /þrepaskiptingu flokka líkt og í Moodle. Við flutning í Canvas verða allir spurningaflokkar á sama þrepi (level). Við flutninginn verða einnig til nýir flokkar í spurningabanka þar sem Canvas býr til spurningaflokk utan um spurningar hvers prófs fyrir sig.

Spurningagerðir

Mismunandi er eftir spurningagerðum hvort mögulegt er að flytja þær í Canvas. Þó ekki sé hægt að flytja tilteknar gerðir spurninga er í flestum tilfellum hægt að búa þær til upp á nýtt.

Í einhverjum tilfellum getur virkni spurninga breyst við flutninginn. Þetta á sérstaklega við spurningar með reiknivirkni (calculated question types). Áríðandi er að prófa þær vel eftir flutning.

Moodle spurningagerðir

Er hægt að flytja spurningu í Canvas

Fjölvalsspurningar

Ritgerð

Já, en ritgerðarspurning í Canvas leyfir ekki upphleðslu skráa. Canvas býður hins vegar upp á aðra spurningagerð til þess upphleðsluskrá spurningu.

Pörun

Rétt/Rangt

Short answer

Calculated spurningagerðir

Já, verða formula question í Canvas. Mismunandi er hvort spurningarnar halda fyrri virkni. Canvas býður ekki upp á að spurning sæki gildi í tengdan gagnagrunn. Nauðsynlegt er að prófa spurningarnar vel eftir flutning.

Numerical

Drag and drop into text

Nei

Drag and drop markers

Nei

Drag and drop onto image

Nei

Eyðufyllingar (Cloze embeded)

Gapfill

Select missing words

Nei, en Canvas býður upp á spurningagerð fyrir eyðufyllingar sem býður upp á ýmsa möguleika.


Myndir í prófspurningum
Við flutning á prófum úr Moodle setur Canvas myndir í prófspurningum í skráarsafn námskeiðs. Til að nemendur hafi ekki aðgang að myndunum þar er mögulegt að fela tengil á skráarsafnið í leiðartré námskeiðs. Þó tengill á skráarsafn sé falinn fyrir nemendum er áfram hægt að deila skrám úr því með tengli, t.d. á síðu og í námshluta (module).

Einkunnabók

Vægi verkefna í Moodle fylgir ekki við flutning í Canvas og þarf því að skrá upp á nýtt. í Canvas er vægi ekki skráð í einkunnabók líkt og í Moodle, heldur er vægi skráð fyrir hvern hóp verkefna (assignment group).

Flestar algengar aðgerðir einkunnabókar eru sambærilegar á milli Moodle og Canvas. Flóknari aðgerðir í Moodle eins og að setja upp formúlur fyrir útreikning einkunna eru ekki í boði.


Stofna upp á nýtt í Canvas

Einkunnarammar/kvarðar (rúbrikkur)

Einkunnakvarða í Moodle er ekki mögulegt að flytja í Canvas. Þá þarf að búa til upp á nýtt.

Canvas býður upp á notkun einnkunnakvarða í verkefnum, prófum og umræðum og kennari getur deilt einkunnakvarða til samkennara.

Hópar

Hópa í námskeiði í Moodle er ekki hægt að flytja í Canvas. Hópverkefni og hópumræður sem flutt eru úr Moodle þarf því að endurstilla m.v. hópa í Canvas.

Verkstæði

Verkstæði (Workshop) úr Moodle sem mikið er notað vegna jafningjamats er ekki hægt að flytja í Canvas. Mögulegt er að virkja jafningjamat í venjulegu verkefni í Canvas en því miður ekki sjálfsmat líkt og í verkstæði.

Wiki

Einungis forsíða wiki kemur í Canvas við flutning, sem síða. Undirsíður fylgja ekki með. Í Canvas er mögulegt að leyfa nemendum að vinna í síðu einnig er mögulegt að setja upp samvinnu í Google eða Office í Canvas.

Lok viðfangs (Activity completion tracking)

Í Canvas eru kröfur um lok viðfangs/verkefna settar upp á annan hátt en í Moodle og því ekki mögulegt að flytja þessa virkni á milli kerfa. Í Canvas eru lok verkefna skilgreind fyrir námshluta (module). Hægt er að krefjast þess að nemandi merki við að hafa lokið viðfangsefni eða að hann uppfylli tilgreindar kröfur s.s. lágmarkseinkunn í verkefni. Einnig er hægt að skilyrða aðgang nemanda að næsta námshluta m.v. að hann hafi lokið þeim fyrri, líkt og í Moodle.

Sjá: How do I use modules to view the progress of students in a course?

Dagatal

Viðburðir í dagatali í Moodle flytjast ekki í dagatal Canvas. Um leið og skiladagar verkefna eru uppfærðir í Canvas koma þeir fram í dagatali en aðra atburði þarf að setja upp aftur.

Hópaval (group choice)

Hópaval er ekki hægt að flytja í Canvas. Þegar hópar eru stofnaðir í Canvas er um leið hægt að velja að leyfa nemendum sjálfum að skrá sig í þá.

Scheduler

Viðburði/atriði sem sett eru upp með scheduler er ekki hægt að flytja í Canvas. Dagatalið í Canvas býður upp á sambærilega virkni, að setja upp tíma sem nemendur geta bókað sig í.

Viðveruskráning

Viðveruskráningu þarf að setja upp í Canvas en er ekki hægt að flytja frá Moodle.

Ekki til í Canvas

Kennslustund (lesson)

Kennslustund í Moodle er ekki mögulegt að flytja í Canvas og ekkert sambærilegt verkfæri er þar.

Með kennslustund í Moodle er hægt að setja upp síður með efni og spurningum. Mögulegt er að láta nemendur fara ólíkar leiðir í gegnum efni kennslustundar út frá því hvernig þeir svara spurningum.

Lausn:

Með því að nota síður, próf, námshluta (module) og tileinkunnarslóðir (mastery paths) er mögulegt að líkja eftir einfaldri kennslustund í Moodle. Kennslustundir sem innihalda margar mögulegar leiðir fyrir nemendur er ómögulegt að gera í Canvas.

H5P gagnvirkt efni

Tenging H5P við Canvas er í skoðun. Atriði sem voru sett upp með H5P viðbótinni í Moodle er ekki mögulegt að flytja í Canvas a.m.k. að sinni. Á þessu stigi er mælt með að flytja ekki H5P efni í Canvas þar sem til verður aragrúi skráa í skráarsafni námskeiðs. sem einungis þvælist fyrir.

Safn (glossary)

Safn í Moodle er ekki mögulegt að flytja í Canvas og ekkert sambærilegt verkfæri er þar.

Lausnir:
Mögulega er hægt að nota aðrar lausnir í Canvas s.s. viðbætur eða öpp, í stað safns í Moodle. Það fer eftir tilgangi safnsins, uppsetningu og þeim stillingum sem kennari vill hafa virkar. Einhver af neðangreindum lausnum gæti hentað:

 • OneNote
 • Wiki Pages
 • Google Form (og samhangandi töflureikniskrá)

Með safni í Moodle er hægt setja upp fagorðasafn sem kennari og/eða nemendur safna í hugtökum ásamt skýringum. Einnig er hægt að nota safn fyrir ýmislegt annað. Mögulegt er að leyfa athugasemdir við færslur, velja úr mismunandi uppsetningum og fleira.

Gagnagrunnur (database)

Canvas býður ekki upp á sambærilegt verkfæri.

Mögulegar lausnir:

 • Próf án einkunnar/könnun (Ólíklegt að hægt sé að gefa nemendum heimild til að skoða niðurstöður.)
 • Google/Office Form

Með gagnagrunni í Moodle getur kennari sett upp form sem nemendur skrá upplýsingar í eða skila efni í. Gögn nemandans verða að færslu sem aðrir nemendur geta skoðað, skráð athugasemdir við o.fl. eftir atvikum.

 • No labels