Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Smelltu á +Add a question.


Þá opnast rithamur þar sem þú getur byrjað að búa til spurningina. Í öllum spurningum þarf að nota rithaminn til að hanna og setja inn spurningu.


Breyttu stigagjöfinni á spurningu til á ákveða vægi hennar.


Eftirfarandi tegundir af spurningum er hægt að búa til. Mundu að smella á Update question til að vista breytingar.Fjölvals spurningar (e. Multiple choice)

Hér þarf að búa til spurningu, möguleg svör og merkja við rétt svar. Rétt svar er skilgreint með grænum lit, til að velja rétt svar þá er smellt á örina við hliðin á svarinu. Þegar smellt er á svarið opanst gluggi þar sem hægt er að skrifa endurgjöf til nemenda um svarið sem þeir völdu. Til að bæta við svar möguleika þarf að smella á +Add another answer.


Rétt eða rangt (e. True/false)

Þegar rétt og rangt svar hefur verið valið, er hægt að skrifa endurgjöf til nemenda og útskýra afhverju svarið er rétt/rangt.

Fylla í eyðu (e. Fill in the blank)

Hannaðu spurningu þar sem nemendur eiga að fylla í eyðu og skrifaðu þau svör sem eiga við. 

Fylla í margar eyður (e. Fill in multiple blanks)

Hér þarf smá vinnu en þetta er mjög einfalt. Hér þarf að skilgreina hvaða svör koma til greina við hvern lið. Með því að setja [ ] utan um ákveðiðið orð sem skilgreinir liðinn. Síðan í flettiglugganum Show possible answers for er hægt að velja hvern lið sem við merkjum í spurningar og skrifað niður hvaða svör eru rétt. Athugið að möguleg svör eru ekki sýnileg nemendum.

Mörg svör (e. Multiple answers)

Eftir að spurning hefur verið sett inn, þá eru möguleg svör bætt inn fyrir neðan með því að smella á +Add another answer.

Margir felligluggar (e. Multiple dropdowns)

Þessi tegund spurninga virka eiginlega alveg eins og Fylla inn í margar eyður. Þú þarf að skilgreina liðina og hvaða svör eru rétt, sjá skilgreiningu hér að ofan. Munurinn er sá að núna er felligluggi með öllum mögulegum svörum fyrir nemendur að sjá. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um hvernig svona spurning lítur út á prófi.

Para saman (e. Matching)

Búðu til pör af samsvarandi gildum. Nemendur sjá gildi vinstra megin og verða að velja samsvarandi gildi til hægri úr felliglugga. Margar línur geta haft sama svar.Svar spurningar er tala (e. Numerical question)

Nemendur þurfa að skilgreina ákveðna tölu, annað hvort námkvæmlega eða innan ákveðinni marka.

Formúlu spurning (e. Formula question)

Hér þarf að búa til spurninguna, skilgreina formúlu og búa til mengi mögulegra svara.

Ritgerðar spurning (e. Essay question)

Hannaðu spurninguna sem nemandinn á að svar í formi ritgerðar. Hægt er að setja inn endurgjöf/skilaboð fyrir nemandann.

Hlaða inn skrá (e. File upload question)

Alveg eins og þegar ritgerðar spurning er búin til, nema að núna skila nemendur inn skjali í staðin fyrir að skrifa inn á Canvas.

Texti, engin spurning (e. Text, no question)

Hægt er að setja texta inn í prófið ef þess er þörf.