Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Byrjaðu á því að fara í ritham.


Smelltu á bæta við viðfangi.


Skrunaðu niður þar til þú sérð Zoom meeting, veldu þann möguleika og smelltu síðan á Bæta við.


Gefðu fundinum nafn og lýsingu ef þú vilt.


Hér þarf að skilgreina hvenær fundurinn er og hvað hann á að vera lengi. Þegar fundur er stilltur svona upp þá gerist hann bara einu sinni, á þeim tíma sem er skilgreindur.


Ef vilt að fundurinn eigi að vera oftar en einu sinni þá hakar þú í Recurring. Fundurinn er núna ekki með neinni dagsetningu og því hægt að nota fundinn oftar en einu sinni.


Hægt er að setja lykilorð á fundinn ef þess er þörf. Annars er engin þörf að breyta þessum stillingum.


Vanalega getur fólk ekki komið inn á fundinn nema þegar eigandi hans skráir sig inn. Hægt er að leyfa notendum að komast inn á fund án þess að eiganda þess sé á honum. Það er gert með því að haka í Enable join before host.
Einnig er hægt að bæta öðrum Zoom notanda við, t.d. öðrum kennara, sem eiganda á fundi. Það er gert með því að skrifa inn tölvupóstinn hjá viðkomandi, dæmi: notandi@unak.is.Mundu að vista fundinn í lokin.


Núna er fundurinn tilbúinn inn á Moodle.


Til að skrá sig inn á fundinn þarf að smella á hlekkinn á Moodle, þá opnast ný síða þar sem hægt er að opna fundinn.