Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Farðu inn á https://info.flipgrid.com og skráðu þig inn.

Smelltu á nafnið þitt, efst í hægra horninu, og veldu Integrations.


Smelltu á Add New Intergration.


Í kassanum Intergration Name, gefðu tengingunni sama heiti/númer námskeiðs og námskeiðið sem þú ætlar að nota Flipgrid.


Núna er tengingin fyrir námskeiðið tilbúin og núna þarf að tengja hana við námskeiðið á Canvas.Opnaðu námskeiðið sem á að tengja Flipgrid við og smelltu á Stillingar.


Veldu Smáforrit.Skrifaðu Flipgrid í leitargluggann og smelltu myndina sem kemur upp.


Þá opnast nýr gluggi. Smelltu núna á +Bæta við smáforriti.


Þó opnast þessi gluggi, en hér þarf að setja inn upplýsingar af Flipgrid tengingunni sem var gerð fyrr í þessum leiðbeiningum.


Afritaðu Consumer Key og settu hann í Neytandalykill og afritaðu Shared Secret og settu í Deilt auðkenni.


Þegar það er búið, smelltu á Bæta við smáforriti.


Þá birtist Flipgrid í listanum á Canvas.


Núna er Flipgrid tengt við námskeiðið.