Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Yfirmenn skrá sig inn í vinnustund í gegnum Orra eða „heima.orri.is“ þar sem þarf að skrá sig inn í þessa valmynd: User Name er það sama og skráð er þegar menn skrá sig inn í Orra ef ekki er aðgangur að Orra þá nota menn „heima.orri.is“ þá kemur þessi valmynd upp og menn skrá sig inn með HA- xxxxxx sem er allt að 6 tölustafir og fæst uppgefið hjá verkefnastjóra launa- og kjaramála, ef starfsmaður þarf á að halda. Ef starfsmaður hefur aldrei skráð sig í Orra þá þarf hann að fara í Login Assistance og senda beiðni um lykilorð. Það getur tekið einhvern tíma að fá viðbrögð við þeirri beiðni, en þegar hún er komin þarf að skrá sig inn í kerfið og breyta lykilorðinu.

Þegar þessu er lokið kemur upp þessi valmynd:

Hér er hægt að skoða færslur starfsmanna með því að fara í „Yfirfara“ og velja úr lista sem þá birtist það sem menn vilja sjá. t.d. skráningu starfsmanna sem birtist undir „Tímar“ þar þarf að samþykkja eða hafna þeim færslum sem hafa eitthvað frábrugðið eins og t.d. veikindi, yfirvinnu, veikindi barna o.fl. eins getur þurft að breyta forsendu t.d. úr launalausu leyfi í leyfi með samþykki yfirmanns, yfirvinnu sem kemur til greiðslu eða yfirvinnu sem breytt er í uppsöfnun til leyfistöku.

Þegar vinnuskýsla er orðin rétt er hún samþykkt með því að breyta stöðu úr ó í s


Síðan þarf að vista stöðuna með því að fara upp og vista eins og sést á myndinni hér fyrir neðan


Þá lítur þetta svona út:


Þegar þessu er lokið og allir undirmenn komnir með samþykkta tíma er send tilkynning um að vinnustund sé tilbúin til launa. (þetta jafngildir því að skila inn vinnuskýrslum á gamla mátann).

 

Það eru margir möguleikar sem gott væri að nýta í vinnustund t.d. má nefna að ef starfsmenn skrá í leyfisóskir og yfirmaður samþykkir væntanlegt leyfi þá þarf að fara í flipan „Leyfisóskir“ og sjá hvort þar er einhver skráður með leyfisósk þá kemur það svona:


Með því að samþykkja óskina færist hún yfir í tímana sem skráð orlof á þeim tíma og þarf starfsmaður þá ekki að hafa áhyggjur af skráningu orlofs á meðan hann er í fríi. Þetta auðveldar oft vinnslu launa þegar margir eru í burtu.

Ef starfsmaður er að fara í langt veikindaleyfi, fæðingarorlof eða aðra fyrirfram ákveðna fjarvist frá vinnu er hægt að skrá það í vinnustund fyrirfram. Þetta getur verið mikill kostur fyrir starfsmenn, yfirmenn og þá sem sjá um launavinnsluna og minkar hættu á að skráning misfarist.