Skip to end of metadata
Go to start of metadata


Notkun Vinnustundar:

Starfsmenn skrá sig inn í vinnustund í gegnum vefgátt „https://heima.orri.is“ þar sem þarf að skrá sig inn í þessa valmynd: User Name er það sama og starfsmannanúmer þ.e. HA- xxxxxx  ef starfsmaður er með aðgang að Orra fyrir þá er innskráningin nákvæmlega eins. Þeir sem ekki eru með aðgang í Orra fyrir þurfa að fara í Login Assistance og velja sér lykilorð.


Þú þarft að smella á „Týnt lykilorð eða aðgangsorð„ og fylgja leiðbeiningum til að fá lykilorð sent í tölvupósti. Þá geturðu prófað að skrá þig inn og opna „Vinnustund“ sem ætti að birtast á skjánum. 

Þegar starfsmenn eru komnir með aðgang þá er best að skrá öll frávik frá venjulegum vinnutíma reglulega þannig að það gleymist ekki.

Það er búið að forskrá fastan vinnutíma hjá öllum starfsmönnum


Þegar starfsmaður er kominn inn í kerfið kemur upp:


Felliglugginn er opnaður og þá koma upp ýmsir möguleikar. Í flipanum Ég sjást ýmsar upplýsingar um starfsmanninn.


Ef smellt er á Tímar í fellilistanum þá birtist mynd af þeim færslum sem eru á þeim starfsmanni sem er innskráður. Þar er hægt að bæta inn skráningu eins og veikindum, orlofi, veikindum barna ofl. Í myndinni hér að neðan sjáið þið 


Ef smellt er á +Tímar er hægt að bæta við færslu eins og t.d. má sjá hér:


Skráið inn það sem þarf t.d.


Smellið á vista og þá er færslan komin inn. Gott er að venja sig á að skrá skýringar í það sem verið er að skrá þannig að sá sem fer yfir vinnustundina sjái ástæður skráningar.


Ef starfsmaður veit af væntanlegu fríi (orlofi) þá er gott að skrá það í leyfisóskir. Það er gert þannig að valinn er flipinn Leyfisóskir.


Veljið  sláið óskina inn í :

Yfirmaður samþykkir eða hafnar ósk um leyfi, ef óskin er samþykkt flyst hún yfir í tíma og er þá skráð sem orlof án þess að starfsmaður þurfi að fara inn í Vinnustund í orlofi til að skila sínum vinnuskýrslum. Þetta er mikið hagræði fyrir bæði þann sem er í fríi og þá sem koma að yfirferð vinnuskýrslna og launavinnslunnar.

Til að skoða stöðu orlofs er farið inn í flipann leyfi og kemur þá upp mynd sem sýnir stöðu leyfis þann dag sem skoðað er.

Hér er aðeins farið yfir helstu atriði en inn í Vinnustund er hægt að smella á  á stikunni.

þarna er fullt af leiðbeiningum sem gætu verið gagnlegar.

Svo er velkomið að hringja eða koma og fá upplýsingar í síma 460-8512