Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Ferðabeiðnakerfi HA má finna í vafra á slóðinni oebs.orri.is


Til að komast inn í ferðabeiðnakerfið í Orra þarf að velja  efst í horni vinstra megin. Í þeim lista sem birtist þarf að velja „HA Ferðauppgjör“ til að komast inn í ferðabeiðnakerfið.


Til að skrá inn nýja ferðabeiðni er farið í ábyrgðarsviðið HA Ferðauppgjör og kemur þá upp þessi mynd.


Ýta á - Eyða beiðni, ef eyða á út beiðni, eingöngu er þó hægt að eyða beiðnum með stöðuna „Ný beiðni“

Ýta á + Ný beiðni til að stofna nýja ferðabeiðni


Eftir að ýtt hefur verið á Ný beiðni, þá opnast þessi mynd.Ferðamaður:
Byrja á því að skrá inn kennitölu ferðamanns. Hana skal slá inn ÁN bandstriks, síðan ýtt á TAB
takkann. Þá kemur upp nafn ferðamanns, heimilisfang, bankauppl. Ofl.

Einnig er hægt að leita eftir starfsmanni með því að ýta á stækkunarglerið. Athugið að ef verið er að
skrá inn starfsmann utan stofnunar, þá þarf að skrá inn bankaupplýsingar og netfang.

Ferð:
Viðfang þeirra deildar sem starfsmaður er skráður á í mannauðskerfinu kemur upp við skráningu, þó
er hægt að velja annað viðfang í leitarglugga með því að fara í stækkunarglerið og opnast þá leitargluggi . Þar er hægt að leita eftir viðfangi eða nafni viðfangs.

Einnig er hægt að fá upp öll viðföng stofnunar með því að setja inn %merki og ýta á hnappinn Leita.

Athugið að verið er að skrá inn starfsmann utan stofnunar, þá þarf að velja viðfang, ásamt því að skrá
þarf inn bankaupplýsingar og netfang.

Samþykkjandi beiðnar er valin í vallistanum „Samþykkjandi“, en þó er mismunandi eftir
samþykktarreglum hvort þessi möguleiki er fyrir hendi, þ.e. hvort hægt er að velja samþykkjanda eða
hvort það er skráður yfirmaður starfsmanns.


Veljið síðan tilefni ferðar úr vallistanum „Tilefni“. (Síðan er hakað við hvort ferð er á áætlun eða ekki,
fyrir þær stofnanir sem bjóða upp á þann möguleika.)


Sumar stofnanir bjóða upp á það að hægt er að velja ferða úr ferðaáætlun viðkomandi stofnunar.
Farið þá í stækkunarglerið fyrir aftan reitinn „Ferðaáætlunarliður“ og hakið þar við ferð. – Athugið að
þessi möguleiki er ekki í notkun eins og er.


Dagsetningar ferðar eru svo skráðar inn í reitina Brottför og Koma, annað hvort með því að slá þær
inn í reitinn (dd.mm.yyyy) eða ýta á dagatalshnappinn fyrir aftan reitinn og opnast þá gluggi með dagatali Þar er dagsetningin valin og ýtt á hnappinn OK.Skráðar dagsetningar skrást svo sjálfkrafa yfir í reitina Tímab. Hefst og Tímab. Endar (þó er hægt að yfirskrifa þær).


Borg/land er síðan skráð inn í reitinn Ferðastaður.

Dagpeningar:
Tegund og gerð dagpeningareglna er svo valin í reitunum „Teg.dagp.“ og „Dagp.regla“.

Teg.dagp. - Þar er hægt að velja á milli eftirfarandi tegunda:

  • Almennir dagpeningar

  • Ekki dagpeningar (Ekki eru greiddir dagpeningar innanlands nema með sérstökum undantekningum)

  • Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa

  • Reglur fyrir flugmenn/flugliða (einungis fyrir LHG)


Dagp.regla – Þar er hægt að velja á milli eftirfarandi reglna:

  • Almenn regla
  • Ráðherraregla
  • Ráðherraregla opinber heimsókn
  • Makaregla
  • Flugstjórar (einungis fyrir LHG)


Ferðadagar og Gistinætur koma sjálfkrafa eftir dagsetningum í reitunum Tímab.hefst og Tímab.endar. Hægt er að yfirskrifa það ef vill.

Athugið að skylduskráning er í þá reiti sem eru stjörnumerktir (*)


Kostnaðarlínur:
Til að bæta inn kostnaðarlínum skal ýta á merkið, en til að eyða línum skal ýta á  merkið.


Síðan er kostnaðarliður valinn úr flettilista. Ekki er boðið upp á kostnaðarliðinn, innanlandsflug, veljið því leigubílar og skrifið athugasemd neðst á beiðni. Einnig er ekki hægt að velja, eknir km, þegar starfsmaður ekur á eigin bíl, því þarf líka að velja leigubílar og skrifa athugasemd neðst svo að bókari bóki kostnaðarliði rétt.Til að velja áfangastað er nóg að skrifa byrjunina á landi eða borg og koma þá upp valmöguleikar.


En einnig er hægt að fara í stækkunarglerið og opnast þá leitarsíða.

Þegar dagpeningar erlendis hafa verið valdir og búið er að skrá inn áfangastað, þá reiknar kerfið upp
áætlaðan kostnað miðað við áætlaða daga, nætur og áfangastað.

Hægt er að skrá þáttöku annarra í kostnaði, þetta eru þó einungis skráningarsvæði og ekki tekið tillit
til þess í útreikningum.


Einnig er hægt er að skrá inn frekari skýringu ef þörf er á. Þessi skýring fylgir beiðninni, en á ekki að koma fram á skýrslum.

Ef setja á inn viðhengi eða slóð (url), er ýtt á bréfaklemmuna efst í hægra horninu 

Ef verið er að stofna ferðabeiðni og ekki búið að senda hana til samþykktar þá er hægt að setja inn viðhengi. Ef búið er að samþykkja ferðabeiðnina þá þarf að fara í flipann „Ferðareikningur“ (ofarlega í vinstra horni) og setja inn viðhengi þeim megin. 


Til þess að senda beiðni til samþykktar er ýtt á hnappinn Senda til samþykktar, en einnig er hægt að
vista beiðni. Hnappurinn Villuprófa er fyrir þá sem vilja athuga hvort þeir hafi gleymt að skrá inn í
einhver skyldusvæði.Ef upp koma athugasemdir/aðvaranir vegna einhvers sem þó er í lagi, er hægt að haka í reitinn Hunsa
aðvaranir.

Eftir að beiðni hefur verið send til samþykktar, fer hún til samþykktar hjá yfirmanni. Hann getur
nálgast hana undir tilkynningum (Sjálfsafgreiðsla), í verkefnalistanum í Oracle, ásamt því að
viðkomandi aðili fær sendan tölvupóst þar sem hægt er að fara inn í beiðnina sem er til samþykktar
með því að ýta á slóðina sem fylgir.