Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Í aðal valmyndinni, smelltu á Námskeið (1) og veldu námskeiðið (2) sem þú vilt skoða.
Open Courses

Í hægra horninu á námskeiðinu er gluggi með nokkrum valmöguleikum, smelltu á neðsta valmöguleikann.
Open Course Analytics


Til að skoða gögn um einstaka nemendur, smelltu þá á nafn nemenda.

View Student Analytics


Þegar gögn um nemenda eru skoðuð, þá koma upplýsingar um

 1. Prósentuhlutfall (einkunn) nemenda í námskeiðinu
 2. Hægt er að senda nemenda skliaboð
 3. Smelltu á örvarnar til fletta milli nemenda
 4. Smelltu á kassann til að opna felliglugga til að leita að nemenda í námskeiðinu

View Student Information


Til að skoða tölfræðina meira myndrænt, veldu þá þann eiginleika eins og myndin að neðan sýnir. En kerfið velur sjálfkrafa þessa stillingu. Hægt er að skoða notkun á þrjá vegu: eftir dagsetningu, skil á verkefnum og einkunn.
View Analytics Graphs


Þegar notkun er skoðuð út frá dagsetningu þá lítur hún svona út. X ásinn sýnir dagsetningar í námskeiðinu, á meðan y ásinn sýnir hversu oft farið var inn á síður í námskeiðinu. Dökk bláa súlan sýnir síðan fjölda nemenda. Ef súlan er ljós blá, þá stendur hún aðeins fyrir áhorf á síðum. Línuritið breytist eftir tímabilinu sem er valið. Ef skoðað er tímabil sem er 6 mánuðir eða minna, þá er hægt að skoða hvern dag fyrir sig. Ef tímabilið er lengra en 6 mánuðir þá breytast dagar yfir í vikur og ef tímabilið er ár þá breytast vikur í mánuði. Til þess að fá nánari upplýsingar um hverja súlu, færðu músarbendilinn yfir súluna til að sjá upplýsingarnar.
View Activity by Date

Hægt er að skoða eftirfarandi gögn um nemenda:

 • Virkni nemenda í hópaverkefni (e. collaboration)
 • Þegar nemandi tekur þátt í fjarfundi (e. web conference)
 • Skrifar innlegg í umræði eða tilkynningu
 • Skilar inn prófi
 • Byrjar að taka próf
 • Skilar inn verkefni
 • Býr til síðu

Þegar samskipti nemenda við kennara eru skoðuð, þá lítur línuritið svona út. Y ásinn sýnir tegund notanda, appelsínugult eru skilaboð send frá nemenda til kennara og blátt er þegar kennari sendir skilaboð til nemenda. X ásinn sýnir tímasetningar. Til þess að fá nánari upplýsingar um hverja súlu, færðu músarbendilinn yfir súluna til að sjá upplýsingarnar.
View Communication


Næsta graf sýnir hvernig nemendi hefur verið að skila verkefnum. Y ásinn sýnir hvert verkefni og x ásinn sýnir dagsetningar. Græni punkturinn segir til um að verkefni var skilað á réttum tíma. Gulu þríhyrningurinn sýnir verkefni sem skilað var of seint og rauði kassinn sýnir verkefni sem ekki hefur verið skilað inn. Hvíti hringurinn sýnir síðan framtíðar verkefni í námskeiðinu. Til þess að fá nánari upplýsingar um hverja súlu, færðu músarbendilinn yfir súluna til að sjá upplýsingarnar.
View Submissions

Þegar einkunnir eru skoðaðar þá sýnir línuritið miðgildi, hæstu og lægstu einkunn í verkefnum. X ásinn sýnir hvert verkefni og y ásinn sýnir einkunn fyrir hvert verkefni. Svarta lóðrétta línan sýnir bilið frá hæstu niður í lægstu einkunn (1). Grái kassinn sýnir bilið milli 75% niður í 25% (2). Svarta lárétta línan sýnir miðgildið á verkefninu (3). Til þess að fá nánari upplýsingar um hverja súlu, færðu músarbendilinn yfir súluna til að sjá upplýsingarnar (4). Græni hringurinn táknar góða einkunn, gulu þríhyrningurinn ágæta einkunn og rauði kassinn slæma einkunn.

View Grades


Hægt er að skoða gögnin í töflu með því að breyta stillingunum, sjá mynd að neðan.
View Analytics Tables


Núna sjást gögnin í töfluformi, í stað línurits.
View Table Data

Til að flakka á milli síða í gögnum, notaðu þá örvatakkana sem eru neðst á síðunni, en á hverri töflu eru 30 atriði.

View Table Pagination