Skip to end of metadata
Go to start of metadata


Í aðal valmyndinni, smelltu á Námskeið (1) og veldu námskeiðið (2) sem þú vilt skoða.
Open Courses

Í hægra horninu á námskeiðinu er gluggi með nokkrum valmöguleikum, smelltu á neðsta valmöguleikann.
Open Course Analytics


Kerfið velur sjálfkrafa þessa stillingu, að sýna gögnin meira myndrænt. Hægt er að skoða notkun á þrjá vegu: eftir dagsetningu, skil á verkefnum og einkunn.
View Analytics Graphs


Þegar notkun er skoðuð út frá dagsetningu þá lítur hún svona út. X ásinn sýnir dagsetningar í námskeiðinu, á meðan y ásinn sýnir hversu oft farið var inn á síður í námskeiðinu. Dökk bláa súlan sýnir síðan fjölda nemenda. Ef súlan er ljós blá, þá stendur hún aðeins fyrir áhorf á síðum. Línuritið breytist eftir tímabilinu sem er valið. Ef skoðað er tímabil sem er 6 mánuðir eða minna, þá er hægt að skoða hvern dag fyrir sig. Ef tímabilið er lengra en 6 mánuðir þá breytast dagar yfir í vikur og ef tímabilið er ár þá breytast vikur í mánuði. Til þess að fá nánari upplýsingar um hverja súlu, færðu músarbendilinn yfir súluna til að sjá upplýsingarnar. 
View Activity by Date

Hægt er að fá eftirfarandi gögn úr námskeiðinu:

 • Tilkynningar: fjöldi tilkynninga frá umsjónarkennara
 • Tilkynningar: þegar lagt er innlegg í tilkynningu
 • Verkefni: þegar umsjónarkennara breytir stillingum eða uppfærir verkefni
 • Verkefni: þegar nemendi skilar inn verkefni
 • Dagatal: þegar umsjónarkennari setur inn eða breytir viðburði í dagatali
 • Samvinna: sýnir virkni nemenda í verkefnavinnu (e. collaboration)
 • Fundarými: sýnir þegar notandi tekur þátt í fundi
 • Umræður: sýnir öll innlegg í umræðu
 • Síður: sýnir hversu oft síða er búin til
 • Próf: sýnir hvenær nemandi klárar prófið
 • Próf: sýnir hvenær nemandi byrjaði að taka prófið


Þegar notkun er skoðuð á verkefnum þá er hægt að sjá öll verkefnin í námskeiðinu. X ásinn sýnir verkefninu og y ásinn sýnir prósentu hlutfall á skilum fyrir alla nemendur í námskeiðinu. Græni liturinn í súlunni sýnir hversu margir nemendur skiluðu á réttum tíma (1). Guli liturinn sýnir þá nemendur sem skiluðu á síðustu stundu (2) og rauði liturinn sýnir þá nemendur sem hafa ekki skilað inn (3). Til þess að skoða nánari upplýsingar um hverja súlu og hvernt lit, færðu músarbendilinn fyrir lit í súlu til að sjá meiri upplýsingar. Athugið að aðeins sjást þau verkefni sem falla innan þess tíma sem námskeiðið var opið fyrir nemendum. Til þess að skoða nánari upplýsingar um einkunnir verkefna, færðu músarbendilinn yfir línurnar og þá birtast ítarlegri upplýsingar.
View Submissions


Þegar einkunnir eru skoðaðar þá sýnir línuritið miðgildi, hæstu og lægstu einkunn í verkefnum. X ásinn sýnir hvert verkefni og y ásinn sýnir einkunn fyrir hvert verkefni. Bláa lóðrétta línan sýnir hæstu og lægstu einkunn (1). Blái kassinn sýnir prósentu bil á milli 25-75 prósentum (2). Svarta lárétta línan sýnir miðgildið á verkefninu (3). Gráa línan sýnir verkefni sem hafa verið falin (4). Til þess að skoða nánari upplýsingar um einkunnir verkefna, færðu músarbendilinn yfir línurnar og þá birtast ítarlegri upplýsingar.
View Grades


Hægt er að skoða gögnin í töflu með því að breyta stillingunum, sjá mynd að neðan.
View Analytics Tables


Núna sjást gögnin í töfluformi, í stað línurits.
View Table Data

Til að flakka á milli síða í gögnum, notaðu þá örvatakkana sem eru neðst á síðunni, en á hverri töflu eru 30 atriði.

View Table Pagination


Þegar gögn um nemendur eru skoðuð, þá birtast þau alltaf í töfluformi.

 1. Í fyrsta dálknum eru nöfn nemenda
 2. Næst kemur hversu oft þeir hafa farið inn á síður í námskeiðinu
 3. Hversu oft þeir hafa tekið þátt
 4. Skil í námskeiðinu
 5. Skilað á réttum tíma
 6. Skilað of seint
 7. Hafa ekki skilað
 8. Heildareinkunn

View Student Analytics


Hægt er að breyta uppröðun á nemenda, áhorfa á síðum, þátttöku og heildareinkunn.

Sort Student Analytics