Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Leiðbeiningar

Í boði er fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri að virkja tvíþátta auðkenningu Two-Factor við Office365.

Því fylgir að ekki er mögulegt að nálgast póst eða aðrar upplýsingar úr skýjinu nema með bæði lykilorði og síma starfsmanns. Annaðhvort með SMS eða snjallforriti.

Eftir að Kennslumiðstöð hefur virkjað tvíþátta auðkenningu eru skrefin eftirfarandi.

Kveikja á tvíþátta auðkenningu

 1. Náið í Microsoft Authenticator af Play Store (Android) eða App Store (iPhone).


 2. Skráð inn með notanda í skýjið, 365.unak.is, og smellt á Next til að hefja ferli.


 3. Næst er valið hvort að það eigi að nota smáskilaboð (SMS) eða setja upp app í snjallsíma.
  1. Ef nota á SMS er valið í efri reitnum Authentication phone, símanúmer slegið inn með lansnúmeri fyrir framan.
   Svo er hakað við Send me a code og smellt á Set up.
  2. Ef nota á snjallsíma er valið Mobile app og hakað við Receive notifications for verifaction. Smellt á Set up.
  3. Því næst er forritið "Microsoft Authenticator" sótt í Play Store eða App Store.
   Þegar forritið er uppsett er farið í punktana efst hægramegin og valið Add Account, því næst smellt á "Work or School account".
   Þá ætti að kvikna á myndavélinni og taka skal mynd af QR kóðanum sem birtist á tölvuskjánum.

 4. Nú ætti uppsetningu að vera lokið og eingöngu eftir að staðfesta auðkenninguna. SMS ætti að berast í símann eða tilkynning frá forriti.
  Númerið úr SMS skilaboðunum eru slegin inn á skjá en ýtt á Approve í appi.

Tapað símtæki?

Ef þú týndir símtækinu þá þarft þú stofna beiðni á hjalp.unak.is eða hafa samband við okkur í síma 894-0513.