Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Opnaðu Panopto og smelltu á Sign in.

Nýr gluggi mun opnast í vefvafranum, þar sem óskað er eftir að heimila notkun á Panopto í tölvunni. Smelltu á Open Panopto Recorder.

Ath: Ef Open Panopto Recorder glugginn kemur ekki, þá opnast skráningarsíðna í vefvafranum. Nánari leiðbeiningar um þessa skráningar leið má finna hér með því að smella á Fara inn á Panopto heimasvæðið (vefvafri)

Núna ertu vona lítur upptökuforritið út þegar búið er að kveikja á því.Smelltu á gluggann í Folder til að velja í hvaða námskeið upptakan á að fara í.

Mælt er með að gefa upptökunni sérheiti.


Aðal stillingar (e. Primary Sources)

Hægt er að bæta vefmyndavél við upptöku (e. Video)

Mikilvægt er að velja réttan hljóðnema áður en upptaka fer af stað (e. Audio)

Mælt er með að gæðin séu stillt á High (e. Quality)

Hakaðu í Capture Computer Audio til að taka upp hljóð úr tölvunin, t.d. hljóð úr myndbandi sem er spilað í upptöku.

Þegar vefmyndavélin er valin, þá verður kemur upp sýnishorn af henni í glugga fyrir ofan Video og hljóðstyrks mælirinn færist til hliðar.


Þegar línan á hljóðstyrks mælinum hreyfist, þá er hljóð að berast inn í upptökuna. Mikilvægt er að hefja ekki upptöku ef þessi lína hreyfist ekki. Einnig þarf að passa að línan fari ekki á rauða svæðið.


Mikilvægt er að velja Capture PowerPoint til að taka upp glærusýinguna og Capture Main Screen til að taka upp skjáinn á tölvunni. Einnig er hægt að bæta við upptöku á auka skjá og vefmyndavélum, ef búnaðurinn er tengdur við tölvuna. 


Mælt er með stillingunum hér að neðan í upplausn á upptökunni. Muna að smella á Apply, til að staðfesta breytingarnar.

Hér sést hvað er verið að taka upp, hægt er að smella á Open a Presentation til að velja PowerPoint.

Til að athuga hvaða skjá er verið að taka upp, þá er hægt að haka í Enable screen capture preview til að skoða hvaða skjár er í upptöku.


Til að hefja upptöku, þá þarf að smella á Record. Þegar upptaka er í gangi þá breytist Record hnappurinn yfir í Stop og Pause. Til að stöðva upptökur, smelltu þá á Stop. Til að gera pásu á upptöku, smelltu þá á Pause.


Flýtileiðir fyrir upptöku

Taka upp (Record): F8

Pása (Pause): F9

Stöðva upptöku (Stop): F10


Nú þegar lítið eða ekkert hljóð berst úr hljóðnemanum í upptökukerfið, þá kemur upp viðvörun neðst í vinstra horninu á skjánum/glærukynningunni.


Þegar upptaka er stöðvuð þá kemur upp sprettigluggi sem biður þig um að staðfesta upptökuna með því að hlaða henni upp (e. Upload) eða eyða henni og taka aftur upp (e. Delete and record again). Einnig er hægt að breyta nafninu á upptökunni.


Þegar smellt er á Upload þá opnast annar gluggi (e. Manage Recordings), þar sem hægt er að sjá lista yfir þær upptökur sem notandi hefur tekið upp í tilheyrandi tölvu. Hér má slökkva á forritinu.