Skip to end of metadata
Go to start of metadata


Færðu músina yfir myndbandið, þá birtast fimm tákn sem hægt er að smella á. Smelltu á deila, e.share, táknið.

Efst uppi eru tvær tegundir af hlekkjum sem hægt er að afrita og deila með öðrum. Þar fyrir neðan eru stillingar á því hver hefur aðgang að upptökunni, e.Who has access. Smelltu á örina, sem er staðsett í grá kassanum, e.Specific people.

Þegar smellt er á örina þá koma fleiri valmöguleikar á því hverjir hafa aðgang að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg aðilum innan, starfsfólki og nemendum, þá er mælt með að velja Anyone at your organization with the link. En það þýðir að allir með HA netfang hafa aðgang að upptökunni, en þurfa að hafa hlekkinn að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg fyrir aðila utan háskólans, þá þarf að velja Anyone with the link.

Einnig er hægt að bjóða fólki að hafa aðgang að upptökunni. Smelltu á reitinn fyrir neðan Invite people og ritaður póstfangið hjá þeim aðila sem þú vilt bjóða aðgang að upptökunni. Ef aðilinn er með HA netfang, þá er hægt að skrifa nafnið á viðkomandi. Smelltu síðan á nafnið til að gefa aðilanum aðgang að upptökunni.

Þegar búið að er að velja þann sem á að deila upptökunni með, þá þarf að smella á Send and Save changes.