Skip to end of metadata
Go to start of metadata


Þegar komið er á síðuna þarf að stilla á ritunarham. Til að stilla á ritunarham er fljótlegast að ýta á tannhjólið uppí hægra horninu og velja í ritunarham.

Þegar búið er að setja síðuna í ritunarham þá er hægt að fara gera breytingar á henni. Til að setja inn skjal þá er smellt á Nýtt viðfangsefni eða aðföng inn í því Viðfangsefni sem við bæta skjalinu í.

Næst kemur upp gluggi sem sýnir hvað er hægt að setja inn á síðu Moodle. Ef skrunað er alveg niður er hægt að velja Skrá og ýta svo á Nýtt hnappinn.

Þegar búið er að ýta á Nýtt hnappinn kemur upp gluggi þar sem hægt er að setja inn þessar helstu stillingar.

Nafn : Titillinn sem birtist á Moodle síðunni.

Lýsing : Valkvæð lýsing sem hægt er að setja með skjalinu og ef hakað er í Birta lýsingu á síðu áfangans þá birtist textinn fyrir neðan nafnið á skjalinu.

Þá er hægt að draga skjalið inní gluggann hjá stóru bláu örinni eða ýta á takkann vinstra megin (eins og skjal með plúsmerki á) til að fá næsta glugga.

Ef ýtt er á hnappinn til að bæta við skjali þá kemur upp eftirfarandi gluggi. Til að velja skránna sem á að setja inn er smellt á Choose File. Síðan er að finna skránna, ýta á OK og að lokum smella á Senda þessa skrá

Muna að vista.