Skip to end of metadata
Go to start of metadataÞegar verið er að ákveða hvernig verkefnaskilum á að vera háttað er sniðugt að klára uppsetningu á hópafyrirkomulagi strax í upphafi námskeiðs.

Það sem þarf að hafa í huga er hvort nemendur eigi að verða í sama hóp  allt námskeiðið eða hvort þau geti valið sig í nýja hópa í hverju verkefni.

Smellið á örina við hliðin á Notendur, til að fá fleiri valmöguleika, og síðan á Hópar.

Hér er hægt að vera með umsjón yfir hópum sem eru í námskeiðinu. Til búa til hóp, smelltu á Mynda hóp.

Til að búa til marga hópa, smelltu á Mynda hópa sjálfvirkt og til að færa hóp úr öðru námskeiði, smelltu á Flytja inn hópa.


Gefðu hópnum nafn, auðkennitölu (ef þess er þörf), lýsingu (ef þess er þörf), skráningarlykil (ef hópurinn á að vera varinn með lykilorði),

setja inn mynd fyrir hópinn (ef þess er þörf). Smelltu síðan á Vista breytingar til að staðfesta hópinn.


Almennt:Til að ákveða hvort hópar eigi að vera skilgreindi með tölustaf eða bókstaf, þá þarf að velja annað hvort @ (bókstafir) eða # (tölur). Svo þarf að skilgreina hvort það eigi að búa til marga hópa, eða þann fjölda sem er í hverjum hóp.

Meðlimir hóps: Hér er hægt að velja meðlimi út frá hlutverki, skipa meðlimi af handahófi eða hvort þeir eigi að velja sig saman í hóp. Einnig er hægt að haka í eiginleika, sem kemur í veg fyrir að síðasti hópurinn sé of lítill.

Klasi: Hér er síðan hægt að velja í hvaða klasa hóparnir eiga að fara í. Athugið að fyrst þarf að búa til klasa, áður en þessi eiginleiki er nýttur.