Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Ugla er upplýsingakerfi HA og slóðin inn á hana er https://ugla.unak.is. Nemendur og starfsfólk háskólans hafa aðgang að eigin heimasvæði á Uglu og þar má m.a. finna bókalista, upplýsingar um námsferla, stundaskrár, tilkynningar, fréttir frá skólanum, auglýsingar frá háskólanum o.fl. 

Það er mjög áríðandi að skoða Ugluna daglega þar sem allar breytingar á stundaskrám birtast þar.

Við innskráningu í Uglu á að nota @unak.is í notendanafni við innskráningu, eins og í öðrum kerfum Háskólans á Akureyri (t.d. Canvas og Outlook).