Þegar verið er að taka rafrænt próf þá er stundum notast við LockDown Browser til að læsa prófumhverfinu. Á þessari síðu eru leiðbeiningar hvernig við setjum það upp.
Að setja upp LockDown Browser
Hér að neðan er farið yfir þau skref til að setja upp LockDown Browser, en ferlið er svo gott sem eins á Mac og Windows. Athugið að hugsanlega þarf að endurræsa tölvuna eftir að uppsettningu er lokið.
Sækja uppsetningarskránna
Hægt er að sækja uppsetningarskránna hérna fyrir bæði Mac og Windows | |
---|
Uppsetning
Þegar búið er að hala uppsetningarskránni þá þarf að ræsa hana til að byrja uppsetningarferlið.
Windows
Hérna er ferlið fyrir windows
Fyrsta skref
Svona lítur fyrsti glugginn út þegar verið er að setja upp. Þarna er bara að velja það tungumál sem þú vilt hafa á hugbúnaðinum og ýta á Next | |
---|
Annað skref
Hérna er hægt að lesa yfir notendaskilmála hugbúnaðarins og velja svo "I accept the terms of the license agreement" og smella á Next. Þá fer uppsetningin af stað og síðan er ýtt á Finish að henni lokinni. Núna er þá búið að setja upp rafræna prófvafrann. | |
---|
Apple/Mac
Hérna er ferlið fyrir Mac
Fyrsta skref
Svona lítur fyrsti glugginn þegar búið er að ræsa uppsetningarskránna. Endilega smella á "Continue" | |
---|
Annað skref
Næst er bara einfaldlega að smella á "Continue" | |
---|
Þriðja skref
Hérna er svo notendaskilmálinn sem hægt er að lesa ef maður vill, að því loknu er að smella á "Continue". | |
---|
Fjórða skref
Það þarf svo að samþykkja notendaskilmálana með því að smella hér á "Agree" | |
---|
Fimmta skref
Hérna er svo hægt að skilgreina ef maður vill setja hugbúnaðinn upp á einhverjum sérstökum stað í tölvunni en flestir setja bara upp á sjálfgefnum stað og smella því bara næst á "Install" | |
---|
Sjötta skref
Í milli er oftar en ekki þetta öryggisatriði að setja inn notendanafn og lykilorð á Apple vélinni til að setja hugbúnaðinn upp. | |
---|
Sjöunda skref
Þá er uppsetningu lokið og því bara að smella á "Close" | |
---|
Áttunda skref
Í einhverjum tilfellum vill Apple vélin fara í gegnum smá þrif og henda út uppsetningarskránni og þá er hægt að smella á "Move to Trash" | |
---|